Breytileg planta, rætur með hnýði. Stönglar allt að 60 sm, uppréttir.
Lýsing
Laufin stakstæð, 25-75 x 12-35 mm, aflöng eða frekar egglaga, jaðrar ögn tenntir, meira tennt við oddinn, legglaus. Blómskipunin endastæð, blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 5, krónublöð 5, oftast rauðpurpura. Frjóhnappar næstum jafnlangir og krónublöðin. Frævur ekki samvaxnar, uppréttar, mjókka að grunni, með gróp á ytri hliðinni.
Uppruni
A Evrópa, Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, mjög góð til afskurðar. (Er undir Sedum telephium ssp. telephium í bók H.Sig.)
Yrki og undirteg.
Eitt þekktasta afbrigðið er 'Munstead Red' um 30 sm með dökkrauð laufblöð og rauð blóm, önnur er 'Atropurpureum' með rósrauð blóm og purpura blöð.