Breytileg planta, rætur með hnýði. Stönglar allt að 60 sm, uppréttir.
Lýsing
Laufin stakstæð, 25-75 x 12-35 mm, aflöng eða frekar egglaga, jaðrar ögn tenntir, meira tennt við oddinn, legglaus, kopargræn. Blómskipunin endastæð, blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 5, krónublöð 5, oftast djúprauður. Frjóhnappar næstum jafnlangir og krónublöðin. Frævur ekki samvaxnar, uppréttar, mjókka að grunni, með gróp á ytri hliðinni.