Hylotelephium telephium

Ættkvísl
Hylotelephium
Nafn
telephium
Yrki form
'Munstead Red'
Íslenskt nafn
Jónsmessuhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
September.
Hæð
60 sm
Vaxtarlag
Breytileg planta, rætur með hnýði. Stönglar allt að 60 sm, uppréttir.
Lýsing
Laufin stakstæð, 25-75 x 12-35 mm, aflöng eða frekar egglaga, jaðrar ögn tenntir, meira tennt við oddinn, legglaus, kopargræn. Blómskipunin endastæð, blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 5, krónublöð 5, oftast djúprauður. Frjóhnappar næstum jafnlangir og krónublöðin. Frævur ekki samvaxnar, uppréttar, mjókka að grunni, með gróp á ytri hliðinni.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, mjög góð til afskurðar.