Bláleit fjölær jurt, allt að 70 sm há. Stönglar þykkir, kjötkenndir, uppréttir, rætur með hnýði.
Lýsing
Lauf gagnstæð eða í 3 eða 4 laufa hvirfingum, 4-10 x 2-5 sm, legglaus, strjál, kjötkennd, jaðrar ögn bogtenntir. Blómskipunin þríforkur, þéttur skúfur, blómin allt að 10 mm í þvermál, í klasakenndum flötum fölbleikum blómkollum. Bikarblöð 5, laus hvert frá öðru, lensulaga, ydd. Krónublöð 5, 5-6 mm, 3 x lengri en bikarblöðin, breið-lensulaga sveigist að jöðrunum. Fræflar 6-7 mm, ljósgrænir, lengri en krónublöðin. Frjóhnappar purpura. Frævur dökkbleikar.Neðri myndin er af Hylotelephium spectabile 'Brilliant'
Uppruni
Kína, Kórea.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlinga, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun t.d. 'Brilliant', 'Carmen' og fleiri.