Hydrangea paniculata

Ættkvísl
Hydrangea
Nafn
paniculata
Íslenskt nafn
Kínahortensía Garðahind
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvít-bleikur eða gulhvítur.
Blómgunartími
Sumar-haust.
Hæð
Allt að 4 m
Vaxtarlag
Stór lauffellandi runni eða lítið tré allt að 4 m hátt (eða við mjög hagstæðar aðstæður 6 m) í heimkynnum sínum. Ungar greinar dúnhærðar í fyrstu, verða seinna hárlausar.
Lýsing
Lauf 7,5-15 × 3,75-7,5 sm, egglaga, odddregin, bogadregin eða mjókka dálítið að grunni, tennt, lítið eitt þornhærð ofan og á æðastrengjunum á neðra borði. Laufleggir 1,25-2,5 sm. Blómskúfur keilulaga eða pýramídalaga, 15-20 sm langur og um 10-13 sm breiður við grunninn, með fáein hvít-bleik geld blóm hvert er 1,75-3 sm í þvermál, frjó blóm fjölmörg, gulhvít, blómleggir dúnhærðir, eggleg hálf-undirsætið í blóma og í aldini.
Uppruni
A og S Kína, Japan, Sakalín.
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta, í ker.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom frá grasagarði Reykjavíkur 2006 og var gróðursett í beð það ár. Þrífst vel og blómstrar.