Hydrangea arborescens

Ættkvísl
Hydrangea
Nafn
arborescens
Ssp./var
ssp. radiata
Höfundur undirteg.
(Walter) E.M. McClint.
Íslenskt nafn
Trjáhortensía
Ætt
Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Rjómalitur eða móhvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1-3,5 m
Vaxtarlag
Fremur gisgreinóttur, opinn, lauffellandi runni, 1-3,5 m hár. Ársprotar dúnhærðir í fyrstu, verða seinna hárlausir.
Lýsing
Lauf 7,5-17,5 × 5-15 sm, breiðegglaga, odddregin, með grófar tennur sem vita fram á við, nokkuð glansandi, dökkgræn á efra borði, ljósari á neðra borði, hárlaus, lítið eitt dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði og í æðastrengjakrikunum eða þétthærð. Laufleggir 2,5-7,5 sm. Hálfsveipir fremur flatir, mikið greindir, 5-15 sm í þvermál með 0-8 legglöng, rjómalit, geld blóm, hvert 1-1,8 sm breitt, frjó blóm fjölmörg, lítil, móhvít, blómleggir dúnhærðir, eggleg alveg undirsætið í blómum og aldinum. Fræhýði er með 8-10 rif. ---- ssp. radiataLaufin dökkgrænni, með þykka, hvíta dúnhæringu á neðra borði.
Uppruni
A Bandaríkin.
Harka
Z3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.