Lauf bandlaga til bandlensulaga, 20-45 sm x 7-15 mm, ydd, íhvolf.
Lýsing
Blómstönglar 20-50 sm háir. Blómklasar strjálblóma, blómin 6-12 talsins, blómin vita til einnar hliðar, álútir efst. Knúppar uppréttir, að lokum drúpandi, ilma. Blómhlífarblöð 2 talsins, 1,8-2 sm, aflöng-lensulaga, upprétt neðantil (vo blómið virðist pípukrýnt) aftursveigð í endann, fjólublá eða sjladan bleik eða hvít. Ytri frjóþræðir festir ofan við miðju blómhlífar, þeir innri festir við grunn hennar. Frjóhnappar rjómalitir.
Uppruni
V Evrópa.
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar eru lagðir í september á 10-15 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Alba' er með hvít blóm, 'Rosea' er með bleik blóm.