Hyacinthoides hispanica

Ættkvísl
Hyacinthoides
Nafn
hispanica
Íslenskt nafn
Spánarlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Scilla hispanica, Scilla campanulata
Lífsform
Fjölær laukur (12).
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósblár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Lík lotklukkulilju (H. non-scripta) nema með breiðari lauf. Laufin 5 eða 6, allt að 2,5 sm breið hárlaus og uppsveigð.
Lýsing
Klasar uppréttir, ekki einhliða að minnsta kosti eru efstu blómin upprétt eða útstæð, ilmlaus. Blómin 6-8, breiðbjöllulaga. Blómhlífarblöðin eru útstæð (þannig að blómin eru eins og opin bjalla) ekki baksveigð í oddana, frjóþræðir eru allir festir neðan við miðju blómhlífar. Frjóhnappar eru bláir.
Uppruni
Spánn, Portúgal, N Afríka.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 10-15 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í grasflatir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul plant og tvær yngri sem komu sem laukar úr blómabúð 2002, báðar þrífast vel. Harðgerð jurt og ágæt til afskurðar, best í góðu skjóli og hálfskugga. Einnig er til ein planta undir nafninu H. hispanica 'Alba' sem kom sem laukur úr blómabúð. Þrífs líka vel.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til svo sem 'Mount Everest' sem er með hvít blóm í breiðu axi, 'Alba' er með hvít blóm, 'Myosotis' er með postulínsblá blóm með himinbláar rákir, axið er breitt. 'Queen of the Pinks' er með dj´pleik blóm, 'Rosabella' er með mjúkbleik blóm, 'Rose' er með fjólubláleit blóm í stóru axi, 'White City' er með hvít blóm.