Hosta ventricosa

Ættkvísl
Hosta
Nafn
ventricosa
Íslenskt nafn
Huldubrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
H. ovata, Funkia caerulea, F. ovata.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Djúp lilla- blápurpura.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Kröftugur fjölæringur sem myndar meðalstóra til stóra brúska. Jarðstönglar þéttir. Lauf allt að 24 x 18 sm, breið-egglaga til hjartalaga, hvass-odddregin, grunnur snubbóttur, legghlaupinn, ögn bylgjuð, fremur stinn ef þau eru þunn, gljáandi dökkgræn ofan, glansandi milli- til dökkgræn neðan, æðar áberandi, langt á milli þeirra, í 7-9 pörum með litlar þveræðar. Laufleggur allt að 40 sm, breiður, með breiða gróp, græn með purpura doppur við grunninn.
Lýsing
Blómleggur allt að 1 m, stíf-uppréttur, með rauða slikju við grunninn, með stakt, laufkennt stoðblað um miðjuuna. Stoðblöð blóma breið, fölgræn, hvít við grunninn, visna fyrir blómgun. Blómi djúp lillalit-blápurpura, krukkulaga-sívöl, útblásin við grunninn, 20-30 í löngum lotnum klasa. Frjóhnappar með fjólubláa bletti. Aldin löng og sver.
Uppruni
Kína.
Heimildir
1, www.pfaf.org/user/plant.aspx?latinname=Hosta+ventricosa,
Fjölgun
Sáning, skipting snemma vors eða síðla hausts.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður undir tré og runna, meðfram tjörnum og lækjum, sem þekjuplanta.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2002, gróðursett í beð 2004.