Breytileg tegund sem myndar meðalstóra brúska. Jarðstönglar stuttir, skríðandi. Lauf allt að 15 x 6 sm, lensulaga-oddbaugótt, breið odddregin, mjókka að grunni, flöt eða bylgjuð, dálítið hrukkótt, mött, milligræn ofan með hreinhvíta jaðra, dálítið gljáandi á neðra borði, með 3-4 æðapör. Laufleggir allt að 26 sm, grunngreyptir til ögn ávalir eða flatir, með breiðan væng, oftast með purpura bletti, einkum við grunninn.
Lýsing
Blómstilkur allt að 60 sm, grannur, uppréttur með 1-2 laufkennd stoðblöð. Stoðblöð við blómin lítil, íhvolf eða til útstæð, græn í fyrstu með fjólubláa slikju, blóm fölblápurpura með fjólubláar rákir og hvít strik, pípulaga - bjöllulaga. Frjóhnappar gulir.
Uppruni
Japan.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, undir tré og runna, meðfram lækjum og tjörnum.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1992, sein til.