Hosta montana

Ættkvísl
Hosta
Nafn
montana
Íslenskt nafn
Fjallabrúska
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Háfskuggi, dálítill skuggi.
Blómalitur
Grá-blápurpura.
Blómgunartími
September.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Mjög breytileg tegund. Stór, kröftug. Jarðstönglar kröftugir, stinnir. Lauf allt að 30-18 sm, breið-egglaga eða egglaga-hjartalaga, langydd til hvassydd, grunnur ógreinilega hjartalaga til hálf-þverstýfður, stundum bylgjuð, mött til glansandi, milli- til djúpgræn eða bláleit ofan, fölgræn neðan með 9-13 æðapör, æðastrengir djúplægir, nálægir hver öðrum. Laufleggir 42 sm, breiðgreyptir, bláleitir með purpura blettum, oftast með væng á efri hlutanum.
Lýsing
Blómskipunarstilkur nær hátt upp úr laufbrúsknum, uppréttur, óholur, sívalur, oftast með purpura flekki við grunninn, með laufkennd stoðblöð á efri hlutanum, stoðblöð blóma útstæð, lensulaga, odddregin, eru áfram á stilknum eftir að þau hafa visnað. Blóm grá-blápurpura til hvít, trektlaga, í gisnum klasa, frjóhnappar lilla eða fölgul en verða gráir með aldrinum.
Uppruni
Japan.
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/User/Plant.aspx?LatinName=Hosta+montana
Fjölgun
Sáning, skiptin síðsumars eða snemma vors.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2007, gróðursett í beð 2010.