Lítil, skriðul jurt. Lauf allt að 8,5 x 5,5 sm, breið-egglaga til hjartalaga, langydd, oftast þverstýfð við grunninnlegghlaupin, bylgjuð, gljáandi, milli- til dökkgræn, æðar í 5-6 pörum. Laufleggur allt að 8 sm, með breiða rennu og með væng.
Lýsing
Blómskipunarleggur allt að 60 sm, mær langt upp fyrir laufin, langhryggjóttur og langrákóttur, stoðblöðin útstæð, stinn, græn og purpura. Blómin bláfjólublá, trektlaga allt að 10 í hverjum klasa. Frjóhnappar gulir.
Uppruni
Kórea.
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/53814/#b,
Fjölgun
Sáning, skipting snemma vors eða síðsumars.
Notkun/nytjar
Í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2002, gróðursett í beð 2004.