H. lancifolia (Thunberg) Engler var. longifolia Honda, H. lanceolata ógilt.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölrauðleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 22 sm
Vaxtarlag
Fjölæringar sem mynda þétta brúska með löng, græn lauf.
Lýsing
Laufleggir allt að 22 sm, grunnt greyptir, ekki með bletti, en með mjóa vængi. Blaðkan allt að 20 x 4 sm, mjó-oddbaugótt til aflöng, ydd, mjókkar smám saman að grunni, mjó-legghlaupin, dálítið leðurkennd, slétt, milligræn til dökkgræn, mött ofan en nokkuð glansandi neðan með 3-4 pör af æðum. Blómstönglar allt að 55 sm, miklu lengri en laufin, uppréttir, grannir með fáblóm, stoðblöð glansandi, græn, íhvolf. Blóm um 3,3 sm, trektlaga, fölrauðleit.