Hosta longipes

Ættkvísl
Hosta
Nafn
longipes
Íslenskt nafn
Blettabrúska*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi, léttur skuggi.
Blómalitur
Fölpurpura til krítarhvít eða beinhvít.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30 sm
Vaxtarlag
Meðalstór planta, sem myndar kröftugan brúsk. Jarðstönglar þéttir, rætur vaxa langar leiðir. Lauf allt að 14 x 8-10 sm, hjartalaga-egglaga eða oddbaugótt-egglaga, stundum kringlótt, langydd, lítið eiitt bylgjuð, matt milli- til djúpgræn ofan, glansandi neðan með bláleitar æðar og purpura bletti hvoru megin við miðtaugina við grunninn. Laufleggur 16 sm, stinnur, breið-greyptur, dökk purpura blettóttur, efri hluti leggsins með væng.
Lýsing
Blómskipunarleggur stuttur, með purpuralita bletti, oft hallandi eða bogsveigður yfir laufbrúskinn, stoðblöð við blómin föl grænhvít með purpura slikju, visna fyrir blómgun. Blómin fölpurpura til krítahvít eða beinhvít, dekkri purpuralit á ytraborði breið-pípu-bjöllulaga.
Uppruni
Japan, Kórea.
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Hosta+longipes.
Fjölgun
Sáning, skiptin síðsumars eða snemma vors.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem undirgróður undir tré og runna, sem þekjuplanta.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 1995, gróðursett í beð 2006.