Fjölæringur sem myndar gisinn, meðalstóran laufbrúsk. Jarðstönglar eru stundum skriðulir. Lauf 10-17 x 1,75-2,75 sm, lensulaga eða aflöng-lensulaga, mjó-odddregin, grunnur legghlaupinn. blaðkan þunn, gljáandi, djúp-ólífugræn ofan á neðra borði með 5-6 æðapör. Laufleggur 31 sm, grannur, greyptur, með væng, með rauðar doppur við grunninn.
Lýsing
Blómstilkur allt að 45 sm, grannur, með allmörg, laufkennd stoðblöð allt að 6,5 sm, sem minna á grunnlaufin. Stoðblöð blómanna gljáandi græn, mjó-bátlaga. Blómin djúp-blápurpura, pípulaga allt að 30 á lotlegum-uppréttum klasa. Frjóhnappar fjólubláir.
Uppruni
Garðablendingur.
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í fjölæringabeð.
Reynsla
Var sáð í Lystigarðinum 2013. Harðgerð tegund, fallegust í hálfskugga.