Einært eða fjölært gras, allt að 60 sm hátt. Stönglar margir saman eða stakir, uppréttir eða útstæðir, sléttir.
Lýsing
Laufblöðkur uppréttar eða bogsveigðar allt að 15 x 0,5 sm, snörp. Blómin þétt saman, snörp, mjúk, álút, með fölgræn til purpuralit smáöx allt að 12,5 x 8 sm, hliðasmáöx ófrjó, hafa minnkað týtu. mið axið með fín bursta-lík útstæðar axagnir allt að 7,5 sm. Neðri blómögn lensulaga, allt að 0,5 sm, með týtu, týtur líkar hárum, allt að 8 sm, fölgrænar.
Uppruni
N Ameríka, NA Asía.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, skipting, heldur sér við með sjálfsáningu.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Harðgerð, oft talið einært eða tvíært. Ágætt til afskurðar.