Fjölært gras, allt að 1 m hátt, með skriðula jarðstöngla.
Lýsing
Stönglar uppréttir, í þyrpingum, dúnhærðir, hnén hárlaus. Lauf langydd, allt að 5 mm breið, grágræn, dúnhærð. Slíðurhimnan snubbótt, allt a 5 mm. Blómin í mjúkum, samþjöppuðum, þéttum punti, allt að 15 sm, blómin allt að 3 mm, ljósgræn, til bleikpurpura, axagnir stríhærðar nema á æðunum, neðri axögn mjórri en sú efri, neðri blómögn með krókbogna týtu.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Harðgerð tegund, enn fallegri afbrigði eru til fyrir garða. Loðgras vex SA og S Íslandi, er slæðingur á SV, NV og N Íslandi.