Pilosella lactucella (Wallr.) P.D.Sell. & C. West., H. auricula auct., non L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós gulur.
Blómgunartími
Júlí-águst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær, skriðul jurt. Leggir 10-30 sm háir. Renglur langar og fíngerðar með spaðalaga lauf, sem verða stærri.
Lýsing
Hvirfingarlauf tungulaga eða mjó-spaðalaga oftst snubbótt, bláleit, hárlaus eða með strjál löng, þornhærð á laufjöðrunum og á miðstreng aðalstrengsins á neðraborði, stjörnulaga ekki til. Leggir mjóir, laufin (0)1-2, næstum hárlaus eða með stjörnulaga hár og kirtilhár, stöku sinnum þornhærð. Körfur 1-5, litlar, í óreglulegum skúf. Reifablöð lensulaga, oftast snubbótt og með himnukennda jaðra og með augljós föl kirtilhár, dálítið af stjarnhæringu við grunninn og oftast nokkur þornhár. Karfan ljósgul, oftast með rauðleitar rákir á neðra borði. Stíll gulur.