Heuchera x brizoides

Ættkvísl
Heuchera
Nafn
x brizoides
Íslenskt nafn
Kvöldroði
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær, sígræn jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur, rauður, hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
blöðin í Þéttum rósettum, margar góðar sortir í ræktun
Lýsing
blómin í stórum mikið greinóttum klösum blöðin í Þéttum rósettum, hjartalaga, sepóttEfri myndin af H. x brizoides 'Bessingham Hybrids'
Uppruni
Garðablendingur.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
í beð með fjölærum jurtum, í steinhæðir, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, ágæt til afskurða. Þarf að skipta oft.
Yrki og undirteg.
Yrki s.s.'Bessingham Hybrids' og 'Feuerregen' með rauð blóm, 'Gracillima' með ljósbleik blóm. 'Carmen', 'Firebird', 'Rakete', 'Coral Cloud', 'Silberregen' og fleiri yrki má nefna.