Lauf egglaga til hjartalaga, 3-9 sm breið, næstum handskipt, flipar skertir, tenntir, hárlausir ofan, ögn kirtilhærðir neðan. Blómstönglar 20-60 sm, hárlausir eða lítið eitt hærðir neðst, verða kirtildúnhærðir efst, með 1-2 lítil lauf. Blómin mörg, bikar 2-3 mm, krónublöð hvít með nögl, 2-4 x lengd bikarblaðanna, fræflar jafnlangir og krónublöðin.