Heuchera glabra

Ættkvísl
Heuchera
Nafn
glabra
Íslenskt nafn
Gljároði
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 60 sm há.
Lýsing

Lauf egglaga til hjartalaga, 3-9 sm breið, næstum handskipt, flipar skertir, tenntir, hárlausir ofan, ögn kirtilhærðir neðan. Blómstönglar 20-60 sm, hárlausir eða lítið eitt hærðir neðst, verða kirtildúnhærðir efst, með 1-2 lítil lauf. Blómin mörg, bikar 2-3 mm, krónublöð hvít með nögl, 2-4 x lengd bikarblaðanna, fræflar jafnlangir og krónublöðin.

Uppruni
Alaska til Oregon.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum, sem undirgróður.
Reynsla
Fer vel innan um burkna, lykla, bláklukkur og fleiri skuggaþolnar tegundir.