Grunnlauf breið-oddbaugótt til bogadregin, lengri en þau eru breið, grunnflipótt, tennt, laufleggur kirtilhærður eða glansandi. Blómöx 10-15 sm, stöngullinn lauflaus. Blómin oftast ekki með krónublöð. Bikar bjöllulaga, fölgul,græn, rjómalit eða bleik. Fræflar standa ekki út úr blóminu.
Fer vel með sígrænum runnum, burknum og blaðstórum plöntum til að milda sterka blómliti og fleira.
Yrki og undirteg.
var. alpina er kirtilhærð á laufum og neðst á stönglinum. var. glabella er hárlaus og eki með kirtla. var. cylindrica, er algengasta afbrigðið, með hár og kirtla á laufleggjunum og neðast á stönglunum, stór stöðblöð, þykk lauf. Heuchera grossulariifolia er lík en laufin eru alltaf styttri en þau eru breið, styttri en blómstöngullinn, blómin eru með hvít krónublöð.