Heuchera cylindrica

Ættkvísl
Heuchera
Nafn
cylindrica
Íslenskt nafn
Súluroði
Ætt
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómalit með grænu eða rauðu.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Þýfð jurt með upprétta stöngla.
Lýsing
Grunnlauf breið-oddbaugótt til bogadregin, lengri en þau eru breið, grunnflipótt, tennt, laufleggur kirtilhærður eða glansandi. Blómöx 10-15 sm, stöngullinn lauflaus. Blómin oftast ekki með krónublöð. Bikar bjöllulaga, fölgul,græn, rjómalit eða bleik. Fræflar standa ekki út úr blóminu.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1, https://www.pnwflowers.com/flower/heuchera-cylindrica
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, sem þekjugróður.
Reynsla
Fer vel með sígrænum runnum, burknum og blaðstórum plöntum til að milda sterka blómliti og fleira.
Yrki og undirteg.
var. alpina er kirtilhærð á laufum og neðst á stönglinum. var. glabella er hárlaus og eki með kirtla. var. cylindrica, er algengasta afbrigðið, með hár og kirtla á laufleggjunum og neðast á stönglunum, stór stöðblöð, þykk lauf. Heuchera grossulariifolia er lík en laufin eru alltaf styttri en þau eru breið, styttri en blómstöngullinn, blómin eru með hvít krónublöð.