Fjölær jurt sem myndar brúsk, allt að 50 sm há.Fjöldi blendinga af H. sanguinea sem hluti af foreldrunum, nákvæmar upplýsingar eru óljósar, en líklega H. micrantha og H. america hluti af foreldrunum.
Lýsing
Laufin sígræn, bogamynduð til hjartalaga, flipótt, skert, skærgræn. Blómin skarlatsrauð, bjöllulaga, mörg saman í skúfi.