Hesperis matronalis

Ættkvísl
Hesperis
Nafn
matronalis
Íslenskt nafn
Næturfjóla (kvöldstjarna)
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær, tvíær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvít-lillalitur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
60-80 sm (-100 sm)
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt, 60-100 sm há, ógreindir stönglar, kirtildúnhærðir.
Lýsing
Lauf allt að 10 sm, egg-lensulaga, mjókka í stutta blaðlegg, bylgjuð eða heilrend, stöngullauf lík grunnlaufunum. Bikarblöð 6-8 mm, krónublöð 1-2 sm, hvít-lillalit. Aldin snörp, 2,5-10 sm x 1,5-3 mm. Stíll 1,5-2,5 mm.
Uppruni
S Evrópa til Síberíu.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (sáir sér oft sjálf).
Notkun/nytjar
Í raðir, í þyrpingar, í skrautblómabeð. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Harðgerð planta, oft gróðursett í raðir eða þyrðingar, oft skammlíf og er því nauðsynlegt að skipta henni oft eða sá til hennar.
Yrki og undirteg.
Til afbrigði erlendis með hvít og ofkrýnd blóm, það hvíta hefur þrifist vel í Lystigarðinum.