Heracleum stevenii

Ættkvísl
Heracleum
Nafn
stevenii
Íslenskt nafn
Bjarnarhvönn (bjarnarkló)
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Samheiti
#NAME?
Lífsform
Fjölær, tvíær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarhraði
Hraðvaxta.
Vaxtarlag
Tvíær eða fjölær jurt, allt að 100 sm há, stönglar hærðir. Laufin heilrend, bogadregin, flipar 5-7, snubbótt eða bogadregin, tennt, hárlaus til ögn hærð á efra borði, hvítlóhærð neðan, efri lauf hærð, slíður flöt.
Lýsing
Sveipur allt að 30 sm í þvermál, geislar fjölmargir,snarphærðir, reifar bandlensulaga smástoðblöð. Blóm hvít, ytri krónublöð stærri. Aldin 10-13 mm, með aðlæg dúnhár.
Uppruni
Kákasus.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta á grasflatir, við tjarnir og læki, sem undirgróður í skógi.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.Sennilega algengari í görðum en tröllahvönnin, töluvert ræktuð, orðin slæðingur í N Noregi, þar sem hún kallast tromsöpálmi.