Stönglar 2-5 m háir, með mjúkt hár. Lauf fjaðurskipt eða 3-skipt eða heil og flipótt. Neðstu laufin allt að 2,5 m.
Lýsing
Sveipir með 50-150 geisla. Stoðblöð allmörg, 5-15 mm. Krónublöð hvít, þai ytri geislastæð. Aldin 9-14 x 6-11 mm, hærð eða næstum hárlaus með langæar bikartennur.
Uppruni
SV Asía, slæðingur í Evrópu.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta á grasflöt, við tjarnir, við læki, sem undirgróður í skógi.
Reynsla
Stærsta hvönnin og sú tilkomumesta sem völ er á hérlendis, ef henni eru búin góð lífskjör.
Yrki og undirteg.
MYNDIRNAR HÉR Á SÍÐUNNI ERU EKKI AF TRÖLLAHVÖNN heldur af risamjaðjurt (Filipendula kamtschatica).
Útbreiðsla
VARÚÐ: Snerting við safa plöntunnar getur valdið mikilli húðertingu, einkum ef sólin skín jafnframt á húðina.