Hepatica transsylvanica

Ættkvísl
Hepatica
Nafn
transsylvanica
Yrki form
'Eisvogel'
Íslenskt nafn
Kjarrblámi
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Nýr blendingur af kjarrbláma (Hepatica transsilvanica) og einn sá sem er með stærstu blómin. Laufin eru 3-flipótt, milligræn, visna niður yfir veturinn. Breiðist út með jarðstönglum sem eru 1-2 sm undir yfirborði jarðvegsins.
Lýsing
Krónublöðin eru breið, hreinhvít eða með fölbláa slikju. Blómin eru einföld, spretta snemma vors, áður en laufin koma.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
1, www.edrom-nurseries.co.uk/shop/pc/Hepatica-transsilvanica-Eisvogel-p7971.htm, https://www.ashwoodnurseries.com/shop/hepatic-transsilvanica-ex-elsvogel.html
Fjölgun
Skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir. Fjarlægið gamalt lauf áður en plantan fer að blómstra.
Reynsla
Kom sem planta í Lystigarðinn 2006, þrífst vel. (Í N11-E02 frá 2006).