Nýr blendingur af kjarrbláma (Hepatica transsilvanica) og einn sá sem er með stærstu blómin. Laufin eru 3-flipótt, milligræn, visna niður yfir veturinn. Breiðist út með jarðstönglum sem eru 1-2 sm undir yfirborði jarðvegsins.
Lýsing
Krónublöðin eru breið, hreinhvít eða með fölbláa slikju. Blómin eru einföld, spretta snemma vors, áður en laufin koma.