Jarðstönglar stuttir. Plöntur allt að 15 sm háar (sjaldan hærri), mjög lítið hærðar. Lauf 3-flipótt, flipar heilrendir, snubbóttir eða bogadregnir, purpuralitir neðan.
Lýsing
Blómin 2,5-3,5 sm í þvermál. Krónublöðin hvít, bleik eða purpurablá.
Uppruni
N Evrópa og austur til Asíu
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning, sáir sér stundum nokkuð út sjálfur.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem undirgróður, undir tré og runna.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur frá 1983, þrífast vel og sá sér.Meðalharðgerður, fer stundum illa í vorhretum.--- Ein planta undir nafninu H. nobilis f. pyrenaica sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015. Hún er með hvít blóm.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki eru til fremur sjaldgæf: 'Alba' með hvít blóm, Rubra' með rauð blóm, 'Rosea' með bleik blóm. ----- Enn sjaldgæfari og eftirsóknarverðari eru hin ofkrýndu: 'Plena' purpurablá, 'Rubra Plena' rauð og 'Alba Plena'.
Útbreiðsla
Hepatica nobilis 'Plena' kom í Lystigarðinn 2003, þrífst vel.