Kröftug í vextinum, myndar þétta blaðbrúska. Rætur mjög kjötkenndar, yfirleitt sverar. Lauf 35 x 1,5 sm, sigðlaga.
Lýsing
Blómstilkar ógreindir, útstæðir, styttri en eða ögn lengri en laufin. Blóm 2-4, 5-7 sm, flat-trektlaga, næstum legglaus, í þéttum klasa, með breið, bollalaga stoðblöð sem hylja blómleggina. Innri blómhlífarblöð minna en 2 sm breið, blómhlífarpípa allt að 1 sm.
Uppruni
Japan, A Rússland, Kórea.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í blómaengi, við tjarnir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1983 og gróðursettar í beð 1984. Þrífast vel. Ágæt til afskurðar. Plöntunni er skipta sjaldan. Of mikill áburður dregur úr blómgun (HS).