Hárlaus fjölæringur allt að 180 sm hár, jarðstönglar kröftugir. Stönglar uppréttir eða útstæðir, sívalir, ólífugrænir, verða fljótt hárlausir neðst, deyja þegar fræin hafa þroskast. Laufin eru aðeins stöngullauf, með 3 smálauf, leðurkennd, smálaufin 8-23 x 3,5-6,5 sm, miðlaufið oddbaugótt, reglulegir, hliðarsmálauf hliðskökk, bogadregin á ytri hliðinni, hárlaus, matt ólífu- til grágræn, æðar gráar eða hvítar eða grænar, ljósri á neðra borði, jaðrar gróf þyrnitenntir. Laufleggur langur, lárétt útstæður.
Lýsing
Blómskipun endastæð, upprétt, með mörg blóm. Blómin fölgræn, bolla- eða skállaga, allt að 5 sm í þvermál. Blómhlífarblöðin öll eins, breiðegglaga til oddbaugótt eða hringlótt, hunangskirtlar 10-14, leggstuttir, pípulaga, grænir. Fræflar allt að 2 mm, frævur 3-5, legglausar, samvaxnar við grunninn. Fræhýði allt að 2,5 sm fræ dökkbrún með fölgræn olíukorn.
Uppruni
Korsika, Sardinía.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í beðkanta trjá- og runnabeða. Blómgast um það leyti sem snjóa leysir og frost fer úr jörðu.
Reynsla
Sáð var til plöntunnar 2001 og hún gróðursett í beð 2004, hefur þrifist misvel eftir árum.