Fjölær jurt allt að 40 sm há. Stönglar greinóttir, uppréttir eða útafliggjandi.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, stakstæð, mörg saman við grunn stöngulsins, bandlaga til öfuglensulaga, hvít-ullhærð. Körfur stakstæðar, allt að 3,5 sm í þvermál, á endastæðum blómskipunarleggjum, reifar hnattlaga, innri reifablöð allt að 2 sm, með bandlaga eða sýllaga nögl og sporbaugótt hreisturblöð, með hvít eða rauðyddan enda, ytri reifablöð styttri, litlaus, smáblóm gulgræn. Aldin hárlaus.blómkörfur eru einstakar á stöngulendum með pípukrýnd blóm og margar raðir af löngum silfurhvítum oddmjóum reifablöðum blöð öfugegglaga eða öfuglensulaga, hvítloðin, silfurlit
Uppruni
SA & A Ástralía.
Harka
9
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þurrblómaskreytingar.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, reyndist skammlíf, deyr oft eftir einn eða tvo vetur en Þroskar fræ svo auðvelt er að halda henni við.
Yrki og undirteg.
Ekki framúrskarandi garðplanta (sbr. athsemdir) en góð fyrir plöntugrúskara þar sem hún er bráðfalleg og sérkennileg.