Fjölær jurt, allt að 40 sm há, lóhærð. Stönglar uppréttir, oftast greinóttir, laufóttir.
Lýsing
Lauf stakstæð, allt að 10 sm, lensulaga, sljóydd eða næstum snubbótt, flöt, mjókkar smámsaman við grunninn, stöngullauf mjó, hvassydd. Körfur allt að 1 sm í þvermál, egglaga í hliðstæðum eða endastæðum hálfsveipum. Reifablöð aflöng, gul, oftast appelsínugul í byrjun, ullhærð við grunninn, hálf-upprétt frá miðju, ytri sljóydd, innri framjöðruð. Aldin spólulaga, hliðflöt, brún, hærð.
Uppruni
Túrkestan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Fremur viðkvæmt og er oft mjög skammlíft í ræktun hérlendis (mætti rækta sem sumarblóm HS).