Helichrysum compactum

Ættkvísl
Helichrysum
Nafn
compactum
Íslenskt nafn
Tyrkjagull
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sítrónugulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Þýfð, fjölær jurt á sverum stuttum, greinóttum jarðstönglum.
Lýsing
Grunnlauf þétt, spaðalaga, allt að 12 mm löng, hvít-flókahærð, stöngullaufin bandlaga, aðlæg á stönglinum. Blómkörfur öfug-pýramídalaga, 4-5 mm löng, sítrónugul, mörg í þéttum snotrum hálfsveipum.
Uppruni
Tyrkland.
Heimildir
encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plant/Helichrysum7compactum
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Hefur lifað lengi í steinhæð í Lystigarðinum.