Helichrysum arenarium

Ættkvísl
Helichrysum
Nafn
arenarium
Íslenskt nafn
Sandagull
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Hálfrunnkennd, fjölær planta.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur-appelsínurauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Hálfrunnkennd fjölær planta, allt að 30 sm há. Stönglar uppréttir eða uppsveigðir, með grá-hvít ullhár.
Lýsing
Lauf í grunnlaufahvirfingu og stakstæð, allt að 7 sm, breið-spaðalaga, með legg og með eina æð, þétt hvít-lóhærð, stöngullauf öfugegglaga-aflöng, snubbótt, efstu laufin mjórri, hálf ydd. Karfan allt að 5 sm í þvermál, í gisnum hálfsveipum, nærreifar þétt skaraðar, gul til appelsínurauð, ytri hálfhringlóttar, grunnur dálítið lóhærður, innri allt að 5 x lengri en þær ytri, mjó-spaðalaga. Aldin ögn hliðflöt eða köntuð og snörp.
Uppruni
Evrópa, Asía
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.