Hedysarum hedysaroides

Ættkvísl
Hedysarum
Nafn
hedysaroides
Íslenskt nafn
Alpalykkja
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rauðfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-40 sm, jarðstönglar skriðular, ofanjarðar hlutar hárlausir eða ögn dúnhærðir.
Lýsing
Smálauf 1-2,5 x 0,5-1,2 sm, 7-21, í pörum, snubbótt. Blómskipunin gisin, 15-48 blóma, bikartennur minni eða stærri en pípan. Króna 1,3-2,5 sm, rauð-fjólublá, stöku sinnum hvít, vængirnir lengri en fáninn. Aldin hárlaus, drúpandi, aldinhlutarnir 2-5, jaðrar himnukenndir, með mjóa vængi.
Uppruni
SM Evrópa, heimskautahluti Rússlands, N & M úralfjöll.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð, að minnsta kosti Norðanlands (H.Sig.).