Hedysarum boreale

Ættkvísl
Hedysarum
Nafn
boreale
Íslenskt nafn
Skriðlykkja
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur til purpura.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, stönglar útafliggjandi til uppréttir, með langsum grópir, sívalir, ögn dúnhærðir til gráloðnir.
Lýsing
Lauf 3-12 sm, smálauf 1,3 x 0,3-9 sm, í 5-15 pörum, oddbaugótt, bandlaga til öfugegglaga, snubbótt, gráloðin til hárlaus ofan, gráloðin til grófdúnhærð neðan. Blómskipunin 2-15 sm, blóm 5-45, upprétt til útstæð, bleik til purpura. Bikar bjöllulaga, dúnhærður, tennur sýllaga, dúnhærðar, lengri en pípan, vængir 6-16 x 2-5 mm, eyrnablöð snubbótt, bogadregin. Aldin ekki með vængjaða jaðra, stinnhærð með keilulaga netæðóttan grunn.
Uppruni
N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Hedysarum+boreale
Fjölgun
Sáning, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í beð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.