Hedysarum austrosibiricum

Ættkvísl
Hedysarum
Nafn
austrosibiricum
Íslenskt nafn
Purpuralykkja
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
H. hedysaroides (L.) Schinz et Thell. subsp. austrosibiricum (B.Fedtsch.) Jurtzev
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lilla, fjólublá-lilla.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Rætur sverar, vaxa í djúpum jarðvegi.
Lýsing
Stönglar eru allmargir sem vaxa upp frá rótarhnausnum, 20-40 sm háir, hárlausir eða stundum með aðlæg hár. Axlablöð samvaxin við stöngulgrunninn. Smálauf 4-9 pör, aflöng-oddbaugótt, 1,5-2,5 sm löng, 0,7-1,0 sm breið, hárlaus ofan, lítið eitt dúnhærð á neðra borði á miðtauginni og jöðrunum. Blómin lilla, fjólublá-lilla, 15-30 blóm í þéttum 3-7 sm löngum klasa, lengist þegar aldinin þroskast í 10-15 sm. Stoðblöð lensulaga, gul-brún, næstum jafn löng og bikartennurnar. Bikar 4-6 mm langur, hárlaus, stundum dúnhærður, stutt-bjöllulaga. Tennurnar lensulaga, næstum jafnlangir og pípan. Eggleg hárlaust. Belghlutar 3-6, netæðótt, kringlótt-egglaga eða aflangir, með breiðan jaðar á köntunum, hárlaus, stundum myndast ekki samandregnu hlutarnir milli hlutanna, þá mynda 2-3 hlutar eitt langt hólf. Plantan víxlfrjóvgast.
Uppruni
Endemísk í fjöllum í suður Síberíu og Altai.
Heimildir
www.agroatlas.ru/en/content/related/Hedysarum_austrosibirium/
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Hargerð, afar skrautleg tegund sérstaklega, þegar hún stendur í blóma.