H. hedysaroides (L.) Schinz et Thell. subsp. austrosibiricum (B.Fedtsch.) Jurtzev
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lilla, fjólublá-lilla.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Rætur sverar, vaxa í djúpum jarðvegi.
Lýsing
Stönglar eru allmargir sem vaxa upp frá rótarhnausnum, 20-40 sm háir, hárlausir eða stundum með aðlæg hár. Axlablöð samvaxin við stöngulgrunninn. Smálauf 4-9 pör, aflöng-oddbaugótt, 1,5-2,5 sm löng, 0,7-1,0 sm breið, hárlaus ofan, lítið eitt dúnhærð á neðra borði á miðtauginni og jöðrunum. Blómin lilla, fjólublá-lilla, 15-30 blóm í þéttum 3-7 sm löngum klasa, lengist þegar aldinin þroskast í 10-15 sm. Stoðblöð lensulaga, gul-brún, næstum jafn löng og bikartennurnar. Bikar 4-6 mm langur, hárlaus, stundum dúnhærður, stutt-bjöllulaga. Tennurnar lensulaga, næstum jafnlangir og pípan. Eggleg hárlaust. Belghlutar 3-6, netæðótt, kringlótt-egglaga eða aflangir, með breiðan jaðar á köntunum, hárlaus, stundum myndast ekki samandregnu hlutarnir milli hlutanna, þá mynda 2-3 hlutar eitt langt hólf. Plantan víxlfrjóvgast.