Fjölær jurt sem myndar breiðu, hárlaus, dálítið bláleit.
Lýsing
Blómlausir stönglar langir og bogsveigðir, stönglar með blóm uppsveigðir, allt að 20 sm. Laufin bandlaga, oft sigðlaga. Blómskipunin gisinn, hálfsveipkenndur skúfur, blóm allt að 25. Krónublöð 6-8 mm, mjó-egglaga, hvít, bleik eða bleik-purpura.
Uppruni
Fjöll M & S Evrópu
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar síðsumars, ýmsar sortir eru í ræktun.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, sem þekjujurt.
Reynsla
Harðgerð, á að standa óhreyfð sem lengst á sama vaxtarstað.