Globularia punctata

Ættkvísl
Globularia
Nafn
punctata
Íslenskt nafn
Rákahnyðra
Ætt
Hnoðblómaætt (Globulariaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl-gráfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Þýfð fjölær, jurt, ekki með ofanjarðarrenglur. Stönglar allt að 30 sm háir.
Lýsing
Neðstu laufin mynda blaðhvifingu, öfugegglaga til spaðalaga, bogalaga eða óljóst framjöðruðuð, með legg, hliðaræðar augljósar á efra borði. Stöngullauf lensulaga til aflöng, legglaus. Karfan um 1,5 sm í þvermál, körfureifar margar, lensulaga, langydd. Bikartennur jafnlangar og bikarpípan, bandlaga-lensulaga.
Uppruni
S Evrópa - Rússlands
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, með sumargræðlingum, með fræi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta á vel framræstu beði.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.