Tré allt að 45 m hátt í heimkynnum sínum. Bolur og greinar með kröftuga, stinna, einfalda eða greinótta, flata þyrna.
Lýsing
Lauf allt að 20 sm, tvífjaðurskipt, 4-16 blaðpör, fjaðurskipt laut með 14-32 smálauf. Smálauf 4 x 1,5 sm, aflöng-lensulaga, bogadregin í oddinn, smá bugtennt, skærgræn, dúnhærð í fyrstu en hárlaus þegar þau eru fullvaxin, fjaðstrengjótt. Blóm aðeins um 3 mm í þvermál, græn, í dúnhærðum allt að 7 sm löngum klösum. Karlblóm uppsveigð, mörg saman, mjög leggstutt, frjó blóm með allt að 8 sm legg. Aldin að 45 x 4 sm, flöt, sigðlaga, snúin, dökk glansandi brún, ekki 'pikkuð'. Fræ 9 x 5 mm, mörg.
Uppruni
M & A N Ameríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, sem stakstætt tré.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er en þrátt fyrir að eiga að þola -30°C, mengun og ýmislegt fleira þá vex hún fremur illa, að minnsta kosti enn sem komið er - þarf líklega mun hærri sumarhita til að þrífast sem skyldi - á að klippa eða grisja að hausti fremur en vori en fjarlægja dauðar og brotnar greinar að vori.
Yrki og undirteg.
Gleditsia triacanthos f. inermis (L.) Zab. en fjölmörg afbrigði eða yrki af þríhyrni eru undir þessu nafni og eiga það sameiginlegt að vera þyrnalaus - var í uppeldi í Lystigarðinum, lifði ekki lengi.