Glaucidium palmatum

Ættkvísl
Glaucidium
Nafn
palmatum
Íslenskt nafn
Bláskjár
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Blápurpura til föl-lilla, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Lok maí - júní.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með jarðstöngla, allt að 40 sm há, hvít-dúnhærð þegar hún er ung.
Lýsing
Stönglar stinnir, með 2 lauf efst. Grunnlauf himnukennd, stöngullauf allt að 20 sm, nýrlaga til hjartalaga-kringlótt, handflipótt, fliparnir 7-11, langydd, óreglulega hvasstennt, oft skert. Laufleggur allt að 15 sm, blómin stök, endastæð, allt að 8 sm í þvermál, bikarblöð 4, krónubleðlar útstæðir, breiðegglaga, blápurpura til föl-lilla, sjaldan hvítir. Fræflar margir, frævan ein. Aldin í þyrpingum af fræhylkjum, fræ mörg, öfugegglaga, allt að 1 sm að meðtöldum væng.
Uppruni
Fjöll í Hokkaido í Japan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (fræ spírar bæði seint og illa).
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Reynsla
Hefur lifað góðu lífi í nokkur ár í Lystigarðinum. Er til í a.m.k. einum garði í Reykjavík og Ólafur B. Guðmundsson gefur henni fjórar stjörnur sem afbragðs garðplant í garðyrkjuritinu 1987.
Yrki og undirteg.
Til er afbrigði með hvít blóm og einnig með dökkfjólublá.