Gillenia trifoliata

Ættkvísl
Gillenia
Nafn
trifoliata
Íslenskt nafn
Indíánasnót
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea trifoliata L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
(Sól), hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur/bikarblöð rauðleit.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
60-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með jarðstöngla með handskipt lauf, lotnar blómskipunar með stjörnulaga blómum.
Lýsing
Axlablöð allt að 8 mm, sýllaga, oftast heilrend. Smálauf allt að 7 sm, egglaga-aflöng, ydd, sagtennt. Blómin hvít eða með purpuraslikju, í fáblóma skúf. Bikar rauður, langær. Krónublöð allt að 12 mm, aldin dúnhærð.
Uppruni
NA N Ameríka, Kanada
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skógarbotn, í burknabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð jurt, þrífst mjög vel í Lystigarðinum og blómstrar árlega.