Fjölær jurt, allt að 60 sm, jarðstönglar stuttir, sverir.
Lýsing
Stönglar uppréttir, greinóttir, dúnhærðir. Stöngullauf stór, 3-5-flipótt, grunnlauf allt að 35 sm, 3-11-laufa, axlablöð allt að 3 sm, hliðasmálauf misstór, endalauf allt að 10 sm, bogadregið, djúpsepótt. Blóm allt að 1,5 sm í þvermál, með langan legg, upprétt, í 1-5 blóma skúf. Bikarflipar allt að 6 mm, krónublöð allt að 7 mm, fölgul, öfugegglaga eða aflöng, útstæð. Fræhnetur allt að 6 mm, 70, myndar hnöttóttan koll, dúnhærðar.
Uppruni
Evrópa nema allra nyrst.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning (þroskar þó illa fræ hérlendis) skipta þarf plöntunni reglulega.