Geum rossii

Ættkvísl
Geum
Nafn
rossii
Íslenskt nafn
Völudalafífill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 25 sm hár.
Lýsing
Stöngullauf mjög smá, hvirfingalauf fjaðurskipt, hárlaus, með allt að 17 smálauf. Smálauf 3-flipa, fleyglaga, skert-tennt, randhærð. Blómin 4 sm í þvermál, oftast stök. Bikarflipar uppsveigðir eða uppréttir. Krónublöðin gul, kringlótt, útstæð. Stílar beinir eða bognir, ekki greinilega liðskiptir ekki eins og fjöður.
Uppruni
Kanada, Alaska, Asía (Arktísk)
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Harðgerð, úrvals steinhæðarplanta (H.Sig.).