Stöngullauf mjög smá, hvirfingalauf fjaðurskipt, hárlaus, með allt að 17 smálauf. Smálauf 3-flipa, fleyglaga, skert-tennt, randhærð. Blómin 4 sm í þvermál, oftast stök. Bikarflipar uppsveigðir eða uppréttir. Krónublöðin gul, kringlótt, útstæð. Stílar beinir eða bognir, ekki greinilega liðskiptir ekki eins og fjöður.