Stöngullauf með 3-flipótt. Grunnlauf allt að 35 sm, fjöðruð, með 7-13 smálauf, axlablöð 5 mm, hliðasmáblöð misstór, endasmáblað allt að 5 sm bogadregin, skert eða sepótt. Blóm bjöllulaga, drúpandi, í 2-5 blóma skúf. Bikar dökkbrún-purpura, flipar 1 sm. Krónublöð allt að 1,5 sm, rjómalit til bleik, upprétt með langa nögl, framjöðruð. Fræhnetur 4 mm, 100-150, dúnhærðar.