Geum rivale

Ættkvísl
Geum
Nafn
rivale
Íslenskt nafn
Fjalldalafífill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómalitur til bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar sterklegir, sverir. Stönglar greinóttir.
Lýsing
Stöngullauf með 3-flipótt. Grunnlauf allt að 35 sm, fjöðruð, með 7-13 smálauf, axlablöð 5 mm, hliðasmáblöð misstór, endasmáblað allt að 5 sm bogadregin, skert eða sepótt. Blóm bjöllulaga, drúpandi, í 2-5 blóma skúf. Bikar dökkbrún-purpura, flipar 1 sm. Krónublöð allt að 1,5 sm, rjómalit til bleik, upprétt með langa nögl, framjöðruð. Fræhnetur 4 mm, 100-150, dúnhærðar.
Uppruni
Evrópa (Ísland).
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning - ætti að skipta reglulega.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, sem undirgróður.
Reynsla
Hargerð og auðræktuð tegund, oft fluttur í garða.