Geum elatum

Ættkvísl
Geum
Nafn
elatum
Íslenskt nafn
Gildalafífill
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há.
Lýsing
Stöngllauf allt að 3 x 1 sm, mjó-oddbaugótt, hvirfingalauf allt að 30 sm, með 21-31 smálauf, axlablöð mjó, smálauf allt að 2,5 x 2 sm, breið-oddbaugótt, hvassydd eða snubbótt, bogtennt eða tennt, randhærð eða ögn dúnhærð. Blómskipunarlegir allt að 40 sm, 1-3 blóma, bikarpípa allt að 8 mm í þvermál, dumrauð, dúnhærð, flipar allt að 4 x 4 mm, breiðegglaga, utanbikarflipar oddbaugóttir, 2 mm. Krónublöð allt að 1,5 x 1 sm, gul, hálfkringlótt eða öfugegglaga. Fræhnetur allt að 3 mm, sporvala, silkidúnhærð. Stíll allt að 5 mm.
Uppruni
Himalajafjöll.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning - skipta reglulega á um þriggja ára fresti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í kanta.
Reynsla
Myndir teknar í Grasagarði Reykjavíkur, en EKKI af réttri tegund.Harðgerð og auðræktuð tegund.