Geranium yesoense

Ættkvísl
Geranium
Nafn
yesoense
Íslenskt nafn
Eyjablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar brúsk, allt að 40 sm há. Jarðstönglar þéttir.
Lýsing
Grunnlaufin 5-10 sm í þvermál, gljáandi með útstæð hár á neðra borði, mjög djúpskipt í 7 fjaðurskipta flipa, fliparnir mjóir, hvasstenntir í oddinn. Stöngullauf minni, axlablöð samvaxin eða ekki. Blómskipunin lotin, blóm allt að 28 mm í þvermál. Bikarblöð 10 mm, oddur 2 mm. Krónublöð 20 x 13 mm, bleik eða hvít, æðar dekkri. Stíll 6 mm, rauður, fræni 4,5 mm bleik eða rauð. Trjóna 30 mm, frævur 4,5 mm. Fræjum slöngvað burt.
Uppruni
M & V Japan, Kúrileyjar.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í beð, í breiður.
Reynsla
Hefur staðið sig vel í Lystigarðinum.