Geranium x lindavicum

Ættkvísl
Geranium
Nafn
x lindavicum
Yrki form
'Alanah'
Íslenskt nafn
Blöndublágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða bleikur, netæðótt.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
50-60 sm
Vaxtarlag
Blendingur silfurgresis (G. argenteum) og grágresis (G. cinereum). Kraftmikil jurt.
Lýsing
Lauf djúp flipótt, dálítið silkihærð. Blómskipunin útafliggjandi. Krónublöð allt að 19 mm, bogadregin eða sýld í oddinn, þétt-netæðótt, hvít eða bleik. Fjóþræðir græn-hvítir, frjóhnappar fölgulir, jaðrar fjólubláir.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum, í blönduð beð runna og fjölærra jurta, í breiður.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
'Alanah' (´Purpureum´). Lauf með litla silfurlita slikju. Blómin skærrauð-purpura, fjölmörg.