Fjölær jurt, sem myndar brúsk, allt að 30 sm há, með mjúkt hár, jarðstönglar þéttvaxnir.
Lýsing
Lauf með stuttan legg, grunnlauf allt að 15 sm breið, grunnskert, skipt í 7 flipa, breiðast um miðju, mjókka að oddi aðeins, gróf fjaðurflipótt að oddi, nýrlaga að ummáli, tennur og endar hvassyddir. Stöngullauf minni, 5-skipt, axlablöð stundum samvaxin. Blómskipunin útbreidd, blómskipunarleggir allt að 8 sm. Bikarblöð 12 mm, oddur 2 mm. Krónublöð allt að 22 x 13 mm, breiðust ofan við miðju, oddur bogadreginn, dökk til ljós purpurafjólublá, æðar fjaðurlaga, djúpfjólublá, grunnur hvítur. Fræflar lengri en bikarblöðin, beinast út á við þegar þeir eru fullþroska. Frjóþræðir sverir við grunninn, purpura-fjólubláir, grunnur ljósari. Stíll 10 mm, fræni 3,5 mm, dökkrautt eða bleikt. Ung aldin upprétt, blómleggir baksveigðir eða útstæðir, trjóna 24 mm, frævur 4,5 mm, fræjum er slöngvað burt.