Geranium wallichianum*

Ættkvísl
Geranium
Nafn
wallichianum*
Yrki form
'Buxton's Blue'
Íslenskt nafn
Fjallablágresi
Ætt
Blágresisætt (Geraniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Blómin skærblá með hvíta miðju.
Blómgunartími
Júlí-september
Hæð
23 sm
Vaxtarlag
Þéttvaxin jurt, skriðul.
Lýsing
Laufin lítil, með marmaramunstri, með stuttar og grunnar skiptingar. Blómin vita upp, eru himinblá með hvíta miðju.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
= 1, www.plant-world-seeds.com/
Fjölgun
Skipting (jarðstöngulhnýðin pilluð sundur).
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í breiður, í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Plöntur upp af fræi frá Thompson & Morgan þrífast vel í Lystigarðinum.