Fjölær jurt 45 sm há eða hærri. Jarðstönglar grannir, lóðréttir.
Lýsing
Stönglar 1-2(-3), uppsveigðir, útbreiddir, grannir, kirtilhærðir, langhærðir. Stöngullauf 5-7 skipt, 1,5-4 x 3-7 sm breið, nýrlaga, handskipt, langhærð. Fliparnir tígul-fleyglaga, efri hlutinn 3-skiptur, endaflipinn 3-skiptur, yddur eða snubbóttur. Leggir með aðlæg dúnhár eða með útstæð hár. Axlablöð (1,5-2,5) 4,5-6 mm löng, egglaga-langydd, 2 deild eða 2 skipt, dúnhærð. Blómskipunarleggir allt að 10 sm langir, kirtilhærðir, 2-blóma. Blómleggir útstæðir, kirtilhærðir, dúnhærðir, baksveigðir þegar aldinin eru fullþroska. Stoðblöð 5-6,5 mm löng, sýllaga-lensulaga, kirtilhærð. Bikarblöð 7-10 mm, egglaga, lensulaga, kirtil-dúnhærð, oddur 0,8-1,5 mm. Krónublöð bleik-purpura, 1-1,4 sm löng, öfugegglaga, randhærð. Frjóþræðir um það bil jafn langir og bikarblöðin, útvíkkaði hlutinn randhærður og dúnhærður. Trjóna 20 mm löng, með útstæð kirtilhár. Klofaldinið um 4 mm langt, kirtilhært. Fræin smá-netæðótt.