Fjölær jurt sem myndar brúska og er með dálítið útbreidda jarðstöngla.
Lýsing
Grunnlauf fá, ekki jafn djúpskipt og stöngullaufin. Stöngullauf bogadregin að útlínum til, mjög djúpskipt í 5 til 7 mjóa flipa, lítið eitt tennt, skiptingin þríflipótt, ytri flipar útglenntir, 5-10 sm breið, sum axlablöð samvaxin. Blómskipunin útbreidd, kvíslskúfar ein-blóma, blómin oftast upprétt, 40 mm í þvermál, blómskipunarleggir 7 mm Bikarblöð 10 mm, oddur 3,5 mm. Krónublöð 21 x 17 mm, hjartalaga, oftast sýld, hvít, grunnur hvítur, æðar dýpri, frjóhnappar styttri en bikarblöðin, grunnur úttútnaður, oddar með sama lit og krónublöðin. Frjóhnappar bláir, stíll 5 mm, fræni 4,5 mm, rautt eða lifrautt. Ung aldin upprétt, leggir uppréttir, trjóna 30 mm, frævur 4,5 mm, fræjum slöngvað burt.